Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 11. fundur,  10. okt. 2022.

gjaldþrotaskipti o.fl.

277. mál
[16:42]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svarið. Ég velti fyrir mér b-lið 1. gr. er varðar mat á því hvort einstaklingur teljist hæfur til að stýra hlutafélagi vegna skaðlegra eða óverjandi viðskiptahátta við stjórnun félags. Hvernig fer það mat fram hjá skiptastjóra? Hvernig á hann að færa sönnur á það? Hversu ítarlega rannsókn þarf skiptastjóri að framkvæma?

Nú kemur fram að skiptastjórinn þurfi að skila greinargerð til héraðsdóms en hversu ítarlegri greinargerð eða rannsókn þarf skiptastjóri að skila af sér? Þeir sem eru helst í þessu kennitöluflakki eru oftast nær tóm félög, eins og hæstv. ráðherra talaði um, og maður veltir fyrir sér hver ætli að borga þá miklu vinnu, rannsókn og þess háttar, sem skiptastjórinn fer í. Telur hæstv. dómsmálaráðherra að sú skiptatrygging dugi sem lögð er fram?