Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 13. fundur,  12. okt. 2022.

fjarvinnustefna.

213. mál
[17:31]
Horfa

Eva Sjöfn Helgadóttir (P) (andsvar):

Forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir þessa þingsályktunartillögu. Mér finnst hún mjög góð og mikilvægt að við förum ekki aftur til baka. Ég óttast einnig að við fylgjum ekki alveg öðrum löndum eða förum ekki að öllu leyti inn í framtíðina. Ég tel að við þurfum líka að hugsa um álag á heimili og ýmislegt sem fjarfundir geta dregið úr. Í Covid var settur upp fjarfundabúnaður í nánast hverju einasta herbergi, eins og hjá Reykjavíkurborg niðri í Borgartúni. Því var búið að „preppa“ þetta í Covid og þess vegna er synd að dregið hafi úr þessu.

Mig langar að spyrja: Finnst hv. þingmanni skrýtið að fjarvinnan sé enn til staðar hjá einkafyrirtækjum meðan ríkisfyrirtækin draga í land? Er það eitthvað sem við ættum að koma til móts við?