Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 13. fundur,  12. okt. 2022.

fjarvinnustefna.

213. mál
[17:33]
Horfa

Flm. (Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir) (V) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni kærlega fyrir svörin. Eitt af því sem mig langaði að afla gagna og upplýsinga um var hver reynslan hefði verið á þessum tíma og ég er að horfa þangað vegna þess, eins og ég nefndi áðan, að þá varð sú stóra kerfislæga breyting að samfélagið allt fór inn í þetta form, þ.e. þær stéttir sem gátu. Síðan er dálítið á huldu að hversu miklu leyti farið hefur verið til baka. Hefur yfirgnæfandi meiri hluti heilu stofnananna gert það? Eru stofnanir hver um sig að búa sér til einhver viðmið og stefnu? Þar væri líka áhugavert að vita hvort það væri í raun þannig að meira væri eftir af þessu vinnufyrirkomulagi en við áttum okkur á. Ég held að það sé alveg sjálfstæður punktur að sjá hvernig gekk að snúa til baka. Var snúið að öllu leyti til baka? Hefur orðið einhver breyting sem við erum ekki alveg með inni á radarnum?