Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 13. fundur,  12. okt. 2022.

réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.

41. mál
[18:50]
Horfa

Flm. (Diljá Mist Einarsdóttir) (S):

Virðulegi forseti. Ég þakka fyrir virkilega góða og gagnlega umræðu um þetta mál sem ég vona svo sannarlega að verði til þess að gerðar verði löngu tímabærar breytingar á starfsmannalögum. Þessi upplifun hjá mér með fyrsta frumvarp hefur bara verið virkilega ánægjuleg og umræður góðar. Mér hefur heyrst á þeim sem hafa tekið til máls, jafnvel þeim sem hafa kannski ekki verið á nákvæmlega sama máli og flutningsmenn, að þeir telji að það séu ýmsir vankantar á umræddum lögum, umræddum ákvæðum og í það minnsta þurfum við að taka samtal. Ég hef ekki orðið vör við að fleiri hafi stigið fram, a.m.k. ekki á þessu þingi, með sambærilegar hugmyndir eða breytingar og vonast því til að þetta samtal verði tekið áfram um þetta mál sem við höfum lagt hér fram. Að svo búnu þá legg ég til að málið gangi til hv. velferðarnefndar að lokinni 1. umr.