153. löggjafarþing — 17. fundur,  17. okt. 2022.

fjármögnun málaflokks fatlaðra.

[15:11]
Horfa

forsætisráðherra (Katrín Jakobsdóttir) (Vg):

Herra forseti. Það er auðvitað ekki svo að þetta sé einhver hugmynd sem dettur ofan í hausinn á hæstv. innviðaráðherra. Auðvitað er það ekki svo. Hann talar ekki með slíkum óábyrgum hætti. Það sem kom fram í máli hans er að þetta er til skoðunar, þetta er ekki að fullu útfært. Ég get bara staðfest það hér að það er fullur skilningur á þungri stöðu sveitarfélaganna vegna þessa málaflokks en það er líka mikilvægt að það sé algjörlega skýrt að endanleg útfærsla liggur ekki fyrir. Þess vegna kom þetta ekki fram við framlagningu fjárlagafrumvarps og hefur ekki verið endanlega afgreitt úr ríkisstjórn. Vissulega er málið ekki fullbúið en það er ríkur skilningur fyrir hendi á að staðan sé þung og það skiptir máli að við komum til móts við hana.