Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 20. fundur,  19. okt. 2022.

skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða.

326. mál
[16:31]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Við getum verið sammála um að það sé nauðsynlegt fyrir lífeyrissjóðina að fjárfesta erlendis, sérstaklega þegar þeir eru búnir að fjárfesta það mikið á heimamarkaði að það liggur við að þeir séu að kaupa af sjálfum sér. Það er ekki gott vegna þess að maður sér ekki hvernig þær eignir eiga að standa undir því verðmati sem á þær er sett.

Mig langar að velta fyrir mér: Nú erum við að fara með gífurlega fjármuni, bæði innan lands og erlendis. Alltaf er farið með hærri fjárhæðir til útlanda og af þeim er gífurlega há upphæð skatttekjur, framtíðarskatttekjur. Ég spyr mig því: Erum við ekkert farin að læra af hruninu, að taka þessar skatttekjur fyrir fram og leyfa ekki að gamblað sé með þær á markaði. Erum við þá ekki alltaf að taka ákveðna áhættu og sérstaklega (Forseti hringir.) í heiminum eins og hann er í dag?