Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 20. fundur,  19. okt. 2022.

skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða.

326. mál
[16:39]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Forseti. Ég held að það sé ágætt að bera þetta saman við lífeyrissjóðskerfið í Hollandi. Það er að nokkru leyti andstaðan við kerfið hérna á Íslandi þar sem meiri hluti eigna hollenska lífeyrissjóðskerfisins er erlendis. Ég held að ég sé ekki að fara með rangt mál. 70% eigna er erlendis, 30% innan lands, eitthvað þar um bil. Við erum í rauninni með þetta nákvæmlega öfugt og erum núna að stefna í hina áttina. Ástæðan fyrir því er kannski ágæt en ef allir væru með svona fyrirkomulag þá væru allir með eignir í öðrum löndum og það myndu verða krosseignatengsl á þann hátt og myndu núllast út þegar allt kemur til alls.

Ástæðan fyrir því að ég segi þetta er að í núverandi ástandi hjá okkur eiga lífeyrissjóðirnir allt hér innan lands og það hefur verið kvartað undan samkeppnisvandamáli þess vegna. Lífeyrissjóðirnir eiga í rauninni — þótt þeir séu ekki virkir eignaraðilar hafa þeir samt áhrif á samkeppnisstöðu fyrirtækja í sama rekstri sem er mjög áhugavert (Forseti hringir.) og er kostnaður fyrir neytendur.