Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 20. fundur,  19. okt. 2022.

skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða.

326. mál
[16:44]
Horfa

Guðbrandur Einarsson (V) (andsvar):

Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir þetta svar. Kannski til að halda áfram með þetta: Hagræn áhrif. Er ekki verið að nýta eignir vinnandi fólks á Íslandi til að verja íslensku krónuna? Er það ekki ástæðan fyrir því að ekki er verið að hleypa út þessum eignum eins og stjórnendur lífeyrissjóðanna kjósa, vegna þess að það er verið að nýta þetta fjármagn til að standa með og styðja við íslensku krónuna sem myndi hugsanlega geta fallið ef lífeyrissjóðirnir færu of skarpt út? Er þetta ekki bara hugsunin? Er ekki verið að nýta fjármagn sem íslenskur almenningur á í lífeyrissjóðunum til að verja íslensku krónuna?