153. löggjafarþing — 22. fundur,  25. okt. 2022.

útlendingar.

382. mál
[15:21]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég er hjartanlega sammála því sem kom fram áðan hjá hv. þm. Helgu Völu Helgadóttur að við þurfum að fá hæstv. félags- og vinnumarkaðsráðherra með í umræðurnar, enda falla orðið mál hælisleitenda og flóttamanna að stóru leyti undir það ráðuneyti líka. En mig langaði líka að skora á hv. þingmenn, sérstaklega þá þingmenn sem eru ekki hér í salnum, að koma og taka þátt í þessum umræðum og vera hér til skoðanaskipta. Sér í lagi langar mig að skora á þingmenn stjórnarflokkanna, sem virðast vera ansi fáliðaðir hér inni.