153. löggjafarþing — 22. fundur,  25. okt. 2022.

útlendingar.

382. mál
[18:07]
Horfa

Sigmar Guðmundsson (V) (andsvar):

Frú forseti. Ég vil þakka hv. þingmanni fyrir andsvarið. Það sem kom mér kannski mest á óvart — ég segi þetta með þeim fyrirvörum að maður dvaldi ekkert mjög lengi þarna til að kynna sér þetta — er hvað manni virðist almenn umræða í samfélaginu um þessa hópa, til að mynda frá stjórnmálamönnum, hafa mikil áhrif á framkvæmdina sjálfa. Það skýrir að mínu mati þann mun á því hvers vegna þetta er svona miklu harðara í Danmörku en í Noregi, þ.e. viðhorf innan ríkjanna til þessara mála. Ég ætla bara að leyfa mér að halda því fram hér. Það var kannski það sem kom mér einna mest á óvart.