153. löggjafarþing — 22. fundur,  25. okt. 2022.

útlendingar.

382. mál
[18:38]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég vil byrja á því að þakka hv. þingmönnum Sjálfstæðisflokksins sem eru hér að taka þátt í umræðunni. En mig langar líka að hvetja hv. þingmenn annarra stjórnarflokka til að taka þátt í umræðunni. Það er ekki nóg að vera á mælendaskrá. Það þarf líka að vera með í umræðunni, taka þátt í andsvörum og annað. Þar höfum við ekki séð einn einasta þingmann Framsóknarflokksins né Vinstri grænna vera tilbúinn að taka þátt í umræðunni, kannski vegna þess hve mikið ósætti er innan ríkisstjórnarinnar um þetta mál. Ekki einu sinni ráðherrann þorir að mæta, hann á ekki heimangengt. Ég hélt að ráðherrar væru komnir á ráðherrabíl og það væri hægt að keyra þá að heiman.

Endilega höfum umræðu hérna málefnalega og ekki í gífuryrðum eins og virðast koma frá ráðherranum.