153. löggjafarþing — 22. fundur,  25. okt. 2022.

útlendingar.

382. mál
[21:08]
Horfa

Diljá Mist Einarsdóttir (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þm. Jódísi Skúladóttur fyrir ræðuna. Ég er ekki komin hingað upp af móðurlegri umhyggju til að segja hv. þingmanni að hún þurfi bara að vera duglegri að lesa heima heldur er ég með efnislega spurningu um ræðu hv. þingmanns. Mig langar að taka undir með orðum hv. þingmanns um að það sé mikilvægt að ákvæði útlendingalaga og útlendingalögin séu skýr. Getur hv. þingmaður ekki verið sammála mér um að það séu ákvæði í þessu frumvarpi, sem ég tel sannarlega að hún hafi lesið, einmitt til þess fallin að skýra réttarstöðu, skýra framkvæmdina, gera hana þjálli og færa hana að einhverju leyti til samræmis við framkvæmd annarra Evrópuríkja? T.d. varðandi endurtekna umsókn og sjálfkrafa kæru í einhverjum tilvikum.