153. löggjafarþing — 22. fundur,  25. okt. 2022.

útlendingar.

382. mál
[21:44]
Horfa

Jóhann Friðrik Friðriksson (F) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka þingmanninum Eyjólfi Ármannssyni fyrir spurningarnar. Nú er það auðvitað eins og að rýna í kristalskúlu að vita hvernig þróunin verður í hælisleitendamálum. Það er eitthvað sem á eftir að koma í ljós. Það kæmi mér ekki á óvart að hér muni á næstu mánuðum aukast enn frekar umsóknir í ljósi þess sem er að gerast í heiminum. Hvort ég telji frumvarpið vera til bóta varðandi t.d. styttingu málsmeðferðar, já, sannarlega, ég held að það sé til bóta. Það er búið að leggja þetta frumvarp nokkrum sinnum fyrir þingið og það hefur fengið mikla umræðu. Það hefur fengið mikla umræðu hér í dag og eflaust er eitthvað sem við getum bætt enn í allsherjar- og menntamálanefnd þegar málið fer þangað. Ég held að það sé til bóta. Hvort það leysi alla hluti sem við stöndum frammi fyrir, það á eftir að koma í ljós en alla vega það sem snýr að málsmeðferðinni. Ég held að þetta sé sannarlega skref í rétta átt.