153. löggjafarþing — 22. fundur,  25. okt. 2022.

útlendingar.

382. mál
[22:33]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Mig langaði að taka undir með hv. þm. Andrési Inga Jónssyni um að það er svo sannarlega tækifæri fyrir hæstv. félags- og vinnumarkaðsráðherra að koma hér og taka þátt í þessari umræðu. Ef klukkan er rétt sem er hér í þingsal þá eigum við alla vega tæpan einn og hálfan tíma eftir af umræðutíma í kvöld. Fyrst hæstv. ráðherra er að fara úr landi í fyrramálið er upplagt fyrir hann að koma hingað. Mig langar að forvitnast. Nú er ég búinn að sjá það á samfélagsmiðlum að hæstv. ráðherra var á fundum með Sambandi íslenskra sveitarfélaga fyrr í dag. Var það ástæðan fyrir því að hæstv. ráðherra átti ekki heimangengt? Alla vega var hægt að setja myndir inn á (Forseti hringir.) samfélagsmiðla en ekki að koma hingað og tala við okkur í ræðusal Alþingis.