153. löggjafarþing — 22. fundur,  25. okt. 2022.

útlendingar.

382. mál
[23:16]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hv. þingmaður kallaði eftir efnislegri umræðu um þetta og þetta er hluti af þessari vandamálaumræðu sem kemur hérna. Það er bara sagt: Það eru einhverjir aðilar sem eru að misnota kerfið. Það er ekki sagt neitt nákvæmlega um umfangið á því eða hvað einkennir þetta þennan hóp. Þegar það er ekki gert þá er þessu slegið yfir allan hópinn. Allir eru þá undir grun, nákvæmlega eins og hefur verið sagt varðandi öryrkja: Það eru einhverjir sem eru að misnota almannatryggingakerfið o.s.frv. Við verðum að tala varlegar um þetta því að eins manns skilvirkni er annars manns skortur á tíma til að rökstyðja mál sitt. Að setja t.d. sjálfkrafa kæru minnkar tímann sem fólk hefur til að safna gögnum til að rökstyðja mál sitt betur, það kom fram í máli hv. þm. Arndísar Örnu Kristjánsdóttur Gunnarsdóttur hér áðan, bara skýrt dæmi um það. Það að hafa tíma til þess að vinna mál sitt eru ákveðin réttindi. Að stytta þann tíma er skerðing á þeim réttindum.