Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 23. fundur,  26. okt. 2022.

ÍL-sjóður.

357. mál
[16:12]
Horfa

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (V) (andsvar):

Virðulegi forseti. Fjármálaráðherra gerir hér grein fyrir skýrslu sem er undirliggjandi í þessu máli. Ég vil spyrja hann út í það lögfræðiálit sem hann hefur látið vinna. Þar er áhersla lögð á að þessi aðferðafræði hans standist vegna þess að svona hafi verið gert með neyðarlögum í hruninu. Ef fjármálaráðherra tekur undir að viðlíka aðstæður séu núna uppi í íslensku efnahagslífi eru það sennilega stærstu fréttirnar í þessum sal hér í dag. Ef það er mat ráðherrans hlýtur sú spurning að vakna hvort hann þurfi ekki gera þingi og þjóð grein fyrir stöðu mála. Tekur ráðherra undir það að þetta sé staðan í íslensku efnahagslífi og tekur ráðherrann undir að það fordæmi sem vísað er til í þessu lögfræðiáliti geti átt við?