Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 23. fundur,  26. okt. 2022.

ÍL-sjóður.

357. mál
[16:14]
Horfa

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (V) (andsvar):

Frú forseti. Ég endurtek spurninguna. Ráðherra talar um að það sé óviðeigandi að vísa í þessar aðstæður. Þetta er þungamiðjan í lögfræðiáliti hans sjálfs: Aðstæður sem voru uppi í hruninu, efnahagsaðstæður á Íslandi þá. Aðstæðurnar hafa auðvitað allt um það að segja hvort fordæmi eigi við. Ég vil því heyra hæstv. fjármálaráðherra lýsa því hér yfir og svara því hvort hann taki undir það að þær aðstæður séu uppi í íslensku efnahagslífi að við séum að vísa til þeirra dóma sem féllu í hruninu.