Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 23. fundur,  26. okt. 2022.

ÍL-sjóður.

357. mál
[16:17]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Forseti. Mér finnst ekki nægilega nákvæmlega fjallað um ríkisábyrgðina í þessari skýrslu, lögfræðiálitinu eða öðrum gögnum sem ég hef komist í um þetta mál. Það eru lög um ríkisábyrgðir og þar er fjallað um ýmislegt, eins og ábyrgðargjald eða áhættugjald og hvernig ríkið tekur á sig ríkisábyrgð. Þar á meðal er sagt að ábyrgð ríkissjóðs skuli ekki nema hærra hlutfalli en 75% af lánsfjárþörf verkefnisins sem veitt er ríkisábyrgð fyrir. Ekki er sérstaklega talað um ríkisábyrgð í lögunum um afgreiðslu ÍL-sjóðs og þeirra eigna sem þar eru. Það væri áhugavert að heyra aðeins nánar frá hæstv. ráðherra hvernig þessi ríkisábyrgð er. Er bara 75% ábyrgð þegar allt kemur til alls?