Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 24. fundur,  27. okt. 2022.

velferð dýra.

53. mál
[16:15]
Horfa

Flm. (Inga Sæland) (Flf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir andsvarið. Heimilt eða bannað. Stundað eða bannað. Í Þýskalandi hafði einn blóðmerabóndi stundað þennan búskap þar til 2020 að mig minnir, frekar en hann hafi hætt og lagt þetta niður í upphafi árs í fyrra, 2021. Samkvæmt þeim heimildum sem ég fékk frá erlendum aðilum þá hætti hann algerlega 2020. Honum var farið að líða illa í búskapnum. Að stunda er allt annað en að banna og Ísland er núna eina landið í Evrópu sem stundar þennan búskap. Hvort sem það er bannað eða ekki í hinum löndunum þá er ekki talið að nokkur einasti bóndi sé að stunda þessa iðju. Ég vona að þetta svari.