153. löggjafarþing — 25. fundur,  7. nóv. 2022.

desemberuppbót fyrir öryrkja.

[15:18]
Horfa

Inga Sæland (Flf):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svarið. Ég er eiginlega meira hissa að hann skyldi fara að nefna þessa 3% hækkun til öryrkja og almannatryggingaþega í sumar. Hún nær ekki einu sinni í hælana á verðbólgunni og því sem þeir þurftu að taka takast á við. Þessi 6% sem hæstv. ráðherra er að nefna núna, um hækkun á almannatryggingum: Er ekki rétt skilið hjá mér að hann sé að vísa í það sem mun koma nú, hin lögbundna hækkun sem á að vera í janúar á hverju einasta ári, vísitölutengd hækkun? Hún heldur engan veginn heldur í við verðbólguna. Þetta voru um 1.100 millj. kr. sem fóru í þessa eingreiðslu í desember í fyrra. Það er hátt ákall úti í samfélaginu, við erum spurð að því og ég á hverjum einasta degi af fátæku fólki hvort við ætlum ekki að reyna að hjálpa þeim að gera jólin svona þokkalega hugguleg í ár eins og við gerðum í fyrra, og ég spyr því aftur: Hversu miklar væntingar má (Forseti hringir.) þessi þjóðfélagshópur okkar gera til hæstv. félags- og vinnumarkaðsráðherra hvað það varðar?