Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 27. fundur,  8. nóv. 2022.

umfjöllun nefndar um brottvísanir hælisleitenda.

[14:09]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Forseti. Starfsreglur fastanefnda eru mjög mikilvægur hluti af starfi okkar. Þetta eru starfsreglur sem forsætisnefnd setur. Nú er svo í stakk búið að núverandi starfsreglur hafa ekki verið formlega samþykktar en þessi regla sem vitnað var í er hluti af eldri starfsreglum. Þetta er því mjög fast form og viðurkennt, þessi réttur fjórðungs nefndarinnar til að kalla eftir gestum og upplýsingum. Það hefur alla jafna verið farið vel með þennan rétt en stundum er svínað allverulega á honum. Þetta er eitt dæmi um slíkt. Þetta er dæmi sem við þurfum að taka alvarlega.

Það er meirihlutaræði hér sem reynir sífellt, þegar eitthvað óþægilegt er í gangi, að fara í kringum reglurnar. Það eru nokkur dæmi um það sem ég gæti alveg farið yfir, en ætla ekki að gera (Forseti hringir.) á einni mínútu. Ég bið forseta um að taka þetta alvarlega.