Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 27. fundur,  8. nóv. 2022.

umfjöllun nefndar um brottvísanir hælisleitenda.

[14:23]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf):

Virðulegur forseti. Við erum að ræða hér undir fundarstjórn forseta um fastanefndir. Það er eiginlega orðið viku- eða mánaðarlega, liggur mér við að segja, að menn koma hér upp og tala um fastanefndir og eitthvað í sambandi við lög og reglur þingsins. En eigum við nokkuð að vera hissa á því að reglur séu brotnar í fastanefndum? Ég var að enda við að segja að það er gróflega verið að brjóta lög og rétt gagnvart öldruðu fólki á hjúkrunarheimilum. Við erum að gera það í dag.

Ég segi fyrir mitt leyti: Erum við ekki að búa til einn lengsta hjólastólaramp sem til hefur verið, sem nær frá Íslandi til Grikklands og svo aftur til baka, og það af Héraðsdómi Reykjavíkur? Hvernig getum við leyft okkur þetta?

Það virðist vera eins og þessi ríkisstjórn sé svo illa upp alin að hún geti ekki séð til þess að farið sé að lögum og reglum. Ég held að það sé bara einfalt ákall: Ríkisstjórninni ber að fara að lögum og reglum.