Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 27. fundur,  8. nóv. 2022.

umfjöllun nefndar um brottvísanir hælisleitenda.

[14:25]
Horfa

Hanna Katrín Friðriksson (V):

Frú forseti. Ég kem hingað upp af því að mér þykir áhugavert að við séum einhvern veginn búin að kjarna umræðuna um hegðun okkar í garð fólks á flótta við aðstæður í Grikklandi. Ekki einu sinni þar erum við með staðreyndir eða að tala um sömu hlutina. Ég held að við sem höfum gagnrýnt þessar sendingar á fólki til Grikklands — þær snúast ekki um aðstöðu þeirra endilega í flóttamannabúðum þar sem fólk fær að dvelja á meðan það bíður eftir vernd. Þegar vernd er fengin er því hent út á götu, þar sem aðstæðurnar eru ómanneskjulegar fyrir fólk sem hefur ekkert tengslanet og engan stuðning. Það er reyndar þannig að Mannréttindadómstóllinn hefur líka metið búðirnar ómanneskjulegar og samkvæmt dómi hans erum við ekki að senda út, þannig að af hverju er þetta allt í einu orðið stóra málið hérna en ekki framkoma og getuleysi íslenskra stjórnvalda til að klára þessi mál með sóma? Það er verið að setja fólk á göturnar. Þetta snýst ekki um flóttamannabúðirnar. Fólkið sem var sent úr landi dvelur ekki í flóttamannabúðunum.