Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 31. fundur,  15. nóv. 2022.

Skýrsla Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.

[16:33]
Horfa

Guðbrandur Einarsson (V) (andsvar):

Virðulegur forseti. Takk fyrir þetta. Það er eins og Bankasýslan sjálf hafi ekki náð utan um þetta eða söluráðgjafarnir. Það er eins og enginn hafi náð utan um þetta. Hæstv. fjármálaráðherra talar alltaf um að við verðum að horfa á heildarmyndina í þessu máli af því að þetta voru bara 3% þarna fyrir utan sem fengu þetta, en 3% eru 1,5 milljarður. Þeir sem tengdust hruninu voru í þessum pakka. 3% eru voðalega lítið, en 1,5 milljarður er allt annað. Þessir litlu aðilar sem tengdust m.a. hruninu hinu fyrra voru að versla upp undir 1,5 milljarð. Það særir alla vega mig og fólkið í kringum mig að þessir aðilar skyldu hafa haft aðgang að eigninni sem þjóðin á en ekki ég og þú.