153. löggjafarþing — 31. fundur,  15. nóv. 2022.

Skýrsla Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.

[17:10]
Horfa

Halla Signý Kristjánsdóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Nú erum við komin á aðrar brautir. Jú, ég myndi telja það að ef ráðherra er að auglýsa starf eða stofnun sem heyrir undir ráðherra er að auglýsa starf sem hann á að skipa í og ef sonur hans eða faðir myndi sækja um væri hann vanhæfur til að fjalla um málið og myndi vísa því frá sér. Hér er þingmaður náttúrlega að vísa í þá hluti sem faðir fjármálaráðherra keypti þarna. Eins og ég sagði í ræðunni áðan þá komst ríkisendurskoðandi ekki að neinu lagabroti, hann sá það ekki og það verður ekki annað séð af umfjöllun skýrslunnar en að sá þáttur sölumeðferðarinnar sem var á ábyrgð ráðherra hafi samræmst lögum og meginreglum stjórnsýslunnar og þeir misbrestir á undirbúningi og framkvæmd sem ríkisendurskoðandi bendir á varða einkum afmörkuð atriði við framkvæmd sölunnar sem m.a. voru í verkahring eftirlitsskyldra aðila.