Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 31. fundur,  15. nóv. 2022.

Skýrsla Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.

[18:35]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Líkt og ég sagði held ég að lögin um Bankasýsluna hafi verið sett af biturri reynslu eftir bankahrun til þess að fá faglegri umgjörð. Ég sagði að það komu fram hjá ríkisendurskoðanda rök fyrir því að það skorti fagþekkingu og að starfsmenn Bankasýslunnar hefðu þurft að reiða sig mikið á erlenda aðila. Það er kannski eitthvað sem þyrfti að skoða í nýju regluverki, hvaða þekkingu þeir aðilar hafa sem fá það hlutverk með lögum að annast sölu á hlutum í opinberum fyrirtækjum.