153. löggjafarþing — 32. fundur,  16. nóv. 2022.

ástand vegakerfisins.

[15:35]
Horfa

Högni Elfar Gylfason (M):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svörin. Auðvitað hefur ýmislegt verið gert í vegamálum en það eru margir vegir sem bíða og mjög margir sem ég hef farið eftir sem ekki hefur verið litið á og viðhald sparað ansi lengi. En það er best að munnhöggvast ekki mikið um það. Varðandi kostnað bíleiganda, ég held að það megi nú deila um hver hann er. Það hafa verið auknir grænir skattar á eldsneyti og fleira. En til að koma því samt að af því að ég var nú með það á blaði þá langar mig að forvitnast hjá hæstv. innviðaráðherra varðandi veginn milli Fljóta og Siglufjarðar, sem er við það að detta í sjóinn, eða kannski, maður veit ekki hvað gerist. Hvenær mun hæstv. ráðherra setja áætlun í gang um Fljótagöng eða ný göng milli Siglufjarðar og Skagafjarðar?