Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 33. fundur,  17. nóv. 2022.

vísitala neysluverðs.

20. mál
[15:59]
Horfa

Flm. (Inga Sæland) (Flf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir síðara andsvarið og ég fyrirgef honum af öllu hjarta. Það er ekki flóknara en það. Eins og ég sagði áðan þá er það að sjálfsögðu verðtryggingin sem er meinið og að sjálfsögðu erum við að fara að mæla fyrir banni við henni eina ferðina enn, afnema hana. En ég get ekki orðið sammála hv. þingmanni hvað varðar að það skipti ekki máli að þurrka út húsnæðisliðinn úr vísitölunni. Ég get ekki verið sammála hv. þingmanni að það skipti ekki máli hvort verðbólgan hér mælist 7,2% eða 9,4%. Ég vil frekar sjá lægri töluna og með því að losna við húsnæðisliðnum út úr vísitölunni þá munum við gera það og það myndi raungerast hreint út sagt á einni nóttu, hvorki meira né minna.