Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 34. fundur,  21. nóv. 2022.

greinargerð setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol.

[15:13]
Horfa

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (V):

Herra forseti. Mig langaði bara til að nefna það í samhengi við þetta mál, af því ég hlustaði á orð forseta um að þetta mál væri til meðferðar, að ég held að réttara sé að segja að þetta mál hafi margsinnis verið sett á dagskrá forsætisnefndar. Það er ekki til meðferðar. Það eina sem út af stendur er að forseti þingsins taki ákvörðun. Það er ekki bannað. Hann taki ákvörðun um að gera það rétta í stöðunni sem er að ljúka þessu máli og fara með þessi gögn í þann farveg sem þeim er ætlað að fara. Síðan er hitt að mér hefur fundist ríkisstjórnarflokkarnir þrír fara af stað inn í þennan þingvetur með óheilbrigða nálgun gagnvart Alþingi Íslendinga, óheilbrigða nálgun og tregðu við að samþykkja að ráðherrar komi á fundi nefnda þingsins, tregðu við að samþykkja það að Alþingi geti fengið lögfræðiálit í veigamiklum spurningum. Þetta er ótrúlega óheilbrigð nálgun ríkisstjórnarflokkanna á það hvert hlutverk Alþingis er og hvernig það geti best sinnt sínum störfum og í þessum vinnubrögðum á forseti Alþingis ekki að taka þátt.