Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 34. fundur,  21. nóv. 2022.

sjúklingatrygging.

211. mál
[16:09]
Horfa

Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Hér er um að ræða bráðabirgðaákvæði vegna þess að bóluefnið er ekki komið með markaðsleyfi í Evrópu. Þetta er bráðabirgðaákvæði fyrir afmarkaðan hóp sem er með jafnvel einhverja undirliggjandi sjúkdóma nú þegar. Meiri hlutinn bendir á að það er að fara af stað vinna við heildarendurskoðun laganna og við leggjum áherslu á að þar verði skýrð þessi ákvæði er varða réttindi sjúklinga í slíkum tilvikum. En þetta rýrir ekki þann rétt sem nú þegar er til staðar.