Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 34. fundur,  21. nóv. 2022.

kirkjugarðar, greftrun og líkbrennsla.

27. mál
[16:29]
Horfa

Flm. (Bryndís Haraldsdóttir) (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni andsvarið. Þessi setning er þarna innkomin vegna þess að þetta er í lögunum í dag. Það er í raun verið að nota sama ákvæði, ef ég man þetta rétt. Ég þakka ábendinguna. Það er örugglega ástæða til að við sem sitjum í hv. allsherjar- og menntamálanefnd förum aðeins yfir það hvort orðalagið mætti vera annars konar eða hvort þörf sé á að orðalagið sé skýrara.