153. löggjafarþing — 38. fundur,  28. nóv. 2022.

lækkuð stofnframlög til húsnæðisuppbyggingar.

[15:09]
Horfa

innviðaráðherra (Sigurður Ingi Jóhannsson) (F):

Virðulegur forseti. Ég hef heyrt hv. þingmann tala býsna hátt um að hægt sé að greina viðkomandi ef hægt er að sjá fjárlögin hjá viðkomandi, fjármálaáætlun. Mér sýnist að í þeim fjárlögum sem við erum að leggja hér fram, í þeim tillögum, sé verið að svara öllum þeim kröfum sem hv. þingmaður hefur kallað eftir. Við höfum sagt að í varasjóði sé fjármagn vegna ársins 2023 sem við ætlum að veita í húsnæðismálin. Þar eru peningar, allt að 2 milljarðar, sem til að mynda verður hægt að nota í húsnæðisbætur, í vaxtabætur, í stuðning við fólk og fleiri slíka þætti, og standa þar inni. Ég er búinn að fara yfir það að við munum hafa úr að spila nægum fjármunum í stofnframlög á næsta ári. Þá vil ég spyrja hv. þingmann á móti: Hvað þurfum við að gera meira þar? Og ég ætla að svara spurningunni: Jú, við þurfum að halda áfram. Við þurfum að koma inn í fjármálaáætlun og við þurfum að byggja nægilega mikið af íbúðum á næstu árum. (Forseti hringir.) Það er einungis þannig sem við tökumst á við þennan vanda, hvort sem um er að ræða leiguhúsnæði eða húsnæði handa fólki sem minna hefur á milli handanna.