Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 38. fundur,  28. nóv. 2022.

þjóðaröryggisstefna fyrir Ísland.

487. mál
[17:58]
Horfa

Njáll Trausti Friðbertsson (S) (andsvar):

Frú forseti. Mig langar að spyrja út í allt annan hlut sem snýr raunverulega að orkuöryggi í stefnunni. Áfallaþolið, viðnámsþolið kom fram í ræðu hæstv. forsætisráðherra áðan. Orkuskiptin byggjast raunverulega á rafvæðingu þjóðarinnar sem kallað er á ensku, frú forseti, „electrification“, að við ætlum að treysta á raforkuna í grænum umskiptum og orkuskiptunum. Þá gegnir öflugt áfallaþol í flutningskerfi raforku lykilhlutverki og möskvun kerfisins. Við ætlum raunverulega að treysta bara á raforkuna, við ætlum að leggja allt okkar á hana, að raforkan — að það virki kerfið hjá okkur.

Það er kannski ekki alveg rétt sem kom fram áðan hjá hæstv. ráðherra, við erum ekki að fara að leggja flutningskerfi raforku í jörðu. En það sem þurfum að gera er að styrkja kerfið eins og veður er núna. Það sýndi sig bara síðast í haust á norðanverðu landinu að gömlu línurnar voru að bila, þær sem höfðu ekki bilað fram að því, en nýju línurnar, stóru og öflugu, héldu. Ættum við ekki að tala um þetta með beinskeyttari hætti í stefnunni? Það er bara (Forseti hringir.) talað um orkuöryggi í stefnunni.