Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 38. fundur,  28. nóv. 2022.

þjóðaröryggisstefna fyrir Ísland.

487. mál
[17:59]
Horfa

forsætisráðherra (Katrín Jakobsdóttir) (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Það er hluti kerfisins sem við erum að færa í jörð, þ.e. þessar svokölluðu byggðalínur. Síðan erum við með háspennulínurnar sem eru þessar nýju línur. Hversu nákvæmur á maður að vera í stefnu? Hvenær missum við þá stöðu að vera að horfa á landslagið úr ákveðinni hæð, 30.000 fetum eða hvað það er, og hvenær erum við komin of djúpt ofan í einhver smærri atriði? Það er alltaf jafnvægislist og það er ekki endilega þannig að í þessum tillögum felist hinn endanlegi sannleikur. En ég segi það líka að ég held að við höfum reynt að feta þetta einstigi milli þess að ná utan um aðalatriðin og vera ekki að fara kannski endilega inn í öll smáatriði en þó þannig að við tökum á hinum helstu þáttum. Og orkuöryggi snýst augljóslega ekki bara um framleiðslu á orku, það snýst líka um að þeirri orku sé komið til viðtakenda. Ég hef skilið málið þannig. En eins og ég segi, ég ítreka það líka að það er mikilvægt að nefndin ræði þessi mál og hvort þörf er á frekari skerpingu.