Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 38. fundur,  28. nóv. 2022.

þjóðaröryggisstefna fyrir Ísland.

487. mál
[19:28]
Horfa

Birgir Þórarinsson (S) (andsvar):

Frú forseti. Eins og ég segi deili ég þessari skoðun með hv. þingmanni, að við eigum að vera friðflytjendur á erlendum vettvangi og eigum að vera óhrædd við að tala fyrir friði. Jafnframt þurfum við náttúrlega að vera vakandi fyrir þeim ógnum sem geta stafað að okkur sjálfum og þar erum við með varnarsamninginn sem skiptir okkur afar miklu máli. En nú kom áhugaverður hópur fyrir utanríkismálanefnd í morgun þar sem verið var að fjalla um formennskuáætlun Íslands í norrænu ráðherranefndinni á næsta ári. Þar er yfirskriftin einmitt: Norðurlönd — afl til friðar. Við erum að reyna að nýta þessa sérstöðu okkar til góðs og ég er afar spenntur að sjá hvernig okkur tekst til í þessari mikilvægu formennsku á næsta ári til að tala fyrir friði í heiminum og (Forseti hringir.) þeim mikilvæga þætti sem felst í samstarfi Norðurlandanna þegar kemur að þeim efnum.