Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 38. fundur,  28. nóv. 2022.

þjóðaröryggisstefna fyrir Ísland.

487. mál
[21:02]
Horfa

forsætisráðherra (Katrín Jakobsdóttir) (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Þetta var nú mjög skýrt hjá hv. þm. Gísla Rafni Ólafssyni. Þetta rímar við neyðarbirgðaskýrsluna þegar kemur að lyfjum og lækningatækjum. Þar sáum við dæmi um það, bæði hjá nágrannaþjóðum okkar sem sumar hverjar höfðu hent stórum birgðum sem hefðu getað komið sér vel en líka hjá okkur sem liggjum ekki á miklum birgðum af slíku almennt. Því er þetta auðvitað hárrétt athugasemd. Það eina sem ég vildi benda á var einmitt að viðbragðsáætlanir sem höfðu verið gerðar sýndu í raun og veru gagnsemi sína. Ég held því að ég og hv. þingmaður séum sammála um að með þeim mun meiri undirbúningi sé mun líklegra að svona barátta beri árangur.