Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 41. fundur,  5. des. 2022.

orð þingmanns í hliðarsal.

[20:01]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P):

Frú forseti. Já, frammíköll og jafnvel að baula á þingmenn sem eru í pontu, þetta tíðkast kannski á einhverjum þingum í heiminum. Það er líka þannig í sumum þingum í heiminum að þar slást þingmenn. Ég vona nú að við förum ekki alveg það langt hér. Mig langaði bara að leita liðsinnis forseta. Nú er þetta ekki í fyrsta skipti sem ákveðnir hv. þingmenn láta svona. Mig langaði að leita liðsinnis forseta í því hvað hægt er að gera þegar þingmenn sýna fólki í ræðustól ítrekað vanvirðingu. Sem nýr þingmaður langar mig að vita hvaða leiðir við höfum til að draga úr slíku.