Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 41. fundur,  5. des. 2022.

þjónusta við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir.

532. mál
[22:26]
Horfa

Guðbrandur Einarsson (V) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka ráðherra fyrir andsvarið. Ég er bara feginn að heyra að hann lítur þannig á málin að þetta fólk sem starfar innan þessa geira sé ekkert ofsælt af sínum launum. Við þurfum að hlúa vel að þessum einstaklingum vegna þess að þessi hópur er líka brothættur. Þetta er erfitt starf líkamlega, þetta er erfiðisvinna á köflum, og reynir líka á fólk andlega, að sjá stöðuna fólkið er í en ekki síður getur verið mikill burður í þessu starfi og miklar vökur því þjónustan getur verið á hvaða tíma sem er. Ég er ánægður að heyra að hæstv. ráðherra horfi til þess að við séum þá með einhverjum hætti að bæta kjör þeirra sem sinna þessari þjónustu.