Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 41. fundur,  5. des. 2022.

þjónusta við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir.

532. mál
[22:31]
Horfa

Guðbrandur Einarsson (V) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég tek undir með hv. þingmanni, það hefur legið fyrir frá 2018 að þessi málaflokkur væri vanfjármagnaður. Þegar við erum farin að tala um sveitarfélag eins og Hafnarfjörð, þá held ég að hallinn hjá þeim hafi verið tæpar 500 milljónir árið 2020. Þú eyðir ekki sömu krónunni tvisvar. Þú vilt auðvitað að gera vel og þér ber skylda til að þjónusta fatlaða einstaklinga, en þig langar líka að veita börnum íþróttastyrki eða eldri borgurum einhverja félagslega þjónustu. Að því leytinu til skerðir þetta rétt sveitarfélaga til að veita þá þjónustu aðra sem þau vilja og ber skylda að veita. Því þarf þetta auðvitað að gerast hratt.