Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 41. fundur,  5. des. 2022.

þjónusta við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir.

532. mál
[22:34]
Horfa

Guðbrandur Einarsson (V) (andsvar):

Virðulegur forseti. Sveitarfélag getur ekki skorast undan því að veita þjónustu sem því ber samkvæmt lögum. Ef fjölgar t.d. í sveitarfélögum eins og Reykjanesbæ eða Árborg, eins og hefur verið raunin undanfarin ár, þá hafa þessi sveitarfélög auðvitað bara þurft að byggja innviði sem duga til að þjónusta þá íbúa sem inn á svæðið flytja. Þetta kostar auðvitað sitt og skerðir möguleika sveitarfélaga á að veita aðra þjónustu. Þess vegna er svo nauðsynlegt að sveitarfélögin fái það sem þeim ber hvað þetta varðar. Ég var auðvitað bara mjög hissa þegar ég las þessa skýrslu og áttaði mig á því að verið var að reikna með að samningarnir myndu kosta 13 milljónir, en þeir kostuðu 30 milljónir. Maður veltir fyrir sér hvernig þessir aðilar, væntanlega sprenglærðir háskólamenntaðir einstaklingar, gátu fengið út þessa tölu sem dugði fyrir 70 samningum í staðinn fyrir 170.