Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 41. fundur,  5. des. 2022.

þjónusta við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir.

532. mál
[22:37]
Horfa

Guðbrandur Einarsson (V) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni spurningarnar. Ef ég vissi svarið nákvæmlega þá væri ég kannski ekki hér. Við þurfum að horfa á það að sveitarfélög og ríkið eru náttúrlega bara sitthvor anginn á sama meiði. Við erum til þess að þjónusta fólkið í landinu. Við verðum að líta þannig á það. Ríkið sér um ákveðna hluti, sveitarfélagið sér um ákveðna hluti. Það skiptir íbúa engu máli hver rekur heilsugæsluna. Þó að við vitum að það sé ríkið skiptir það íbúana engu máli, það þarf bara að veita þjónustuna. Við þurfum að átta okkur á því að íbúar eru ekkert að velta þessu fyrir sér. Við þurfum að finna einhverjar leiðir til að geta starfað þannig að hvor aðili um sig geti sinnt því sem honum ber. Sveitarfélögin þurfa kannski að hafa sjálfstæðari tekjustofna til þess að geta fjármagnað þann rekstur sem þau þurfa að ráðast í en ekki að það sé alltaf verið að skammta sveitarfélögunum í þessa málaflokka (Forseti hringir.) í gegnum Jöfnunarsjóð sveitarfélaga, sem er nú bara æði misjafn.