Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 41. fundur,  5. des. 2022.

þjónusta við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir.

532. mál
[23:02]
Horfa

Jóhann Páll Jóhannsson (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil líka þakka hv. þingmanni fyrir þá ágætu ræðu sem hún hélt hér áðan. Það eru auðvitað meiri háttar tíðindi að héraðsdómur skyldi ganga svo langt að staðfesta rétt þessa manns til skaðabóta út af þessu fjártjóni. En sú skaðabótakrafa leggst í rauninni á sveitarfélagið. Það má velta fyrir sér hvort þetta sé fordæmisgefandi dómur. Nú hefur hann ekki verið staðfestur enn sem komið er, svo ég viti til, af æðra dómstigi, en það verður fróðlegt að fylgjast með þessu.

Hæstv. ráðherra er náttúrlega að einhverju leyti vorkunn, svo maður gæti sanngirni hér í dag. Við erum að berja á honum í rauninni vegna vanrækslu fyrirrennara hans að verulegu leyti. Hann sat þó að sjálfsögðu í þeirri ríkisstjórn. En hvað þýðir þetta? Hvað finnst hv. þingmanni að ætti að gerast núna? Hver eru næstu skref til þess að standa vörð um réttindi þessa fólks sem hefur beðið svo lengi og í rauninni verið neitað um þjónustu sem það á skýlausan rétt til?