Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 43. fundur,  7. des. 2022.

fjárlög 2023.

1. mál
[23:58]
Horfa

Lenya Rún Taha Karim (P) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég — almáttugur, hvað ætlaði ég að segja? Ég er búin að vera að fást við þetta í allt kvöld en man ekki hvað ég ætlaði að segja. Heyrðu, jú. Það eru náttúrlega forréttindi að fá að hafa eitthvað að segja um ríkisfjármálin og það er alls ekki sjálfsagður hlutur að fá að koma hingað upp og tjá sína skoðun á því hvernig fjármagninu er ráðstafað, hversu mikið magn, og ég fyrir mitt leyti er ekki búin að tala um háttvirtu ríkisfjármálin og ég á eftir að halda seinni ræðu mína. Eins og við erum öll búin að benda hér á eru nokkrir þingmenn sem eiga eftir að tala og ég ætla bara að ítreka fyrri afstöðu mína um að þetta er ekki lítið mál. Við erum hér að tala um stórvægilegt mál og það eru fjárlögin fyrir árið 2023, fyrir heilt ár. Við erum ekki að fara að tala um fjárlög aftur fyrr en á næsta ári þannig að þetta skapar mjög mikla umræðu, forseti, og að það væri betra að taka umræðuna um hábjartan dag en ekki í skjóli nætur.