Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 43. fundur,  8. des. 2022.

fjárlög 2023.

1. mál
[00:46]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég er kannski nýr þingmaður en mér finnst alls ekki góður bragur á því þegar hv. þingmenn óska eftir því að hæstv. forseti mæti í salinn og svari einföldum spurningum um fundarstjórn forseta þá láti forseti ekki einu sinni sjá sig. Þetta er eins og ég veit ekki hvað, þetta er eins og maður væri í leikskóla og forseti felur sig bak við hurð einhvers staðar. Hér eru þingsköp. Við höfum leyfi til að spyrja um fundarstjórn og forseti hefur ekki einu sinni fyrir því að koma hingað upp og tala við okkur.