Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 43. fundur,  8. des. 2022.

fjárlög 2023.

1. mál
[01:48]
Horfa

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (P) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég man að einhvern tímann voru stjórnarliðar búnir að greiða atkvæði um að það ætti að vera lengri þingfundur og þegar stjórnarandstaðan kvartaði yfir því að þingfundurinn væri búinn að standa yfir allt of lengi þá komu hingað ráðherrar og sökuðu okkur eiginlega um að vera aumingjar. Mér er þetta rosalega minnisstætt vegna þess að þetta voru menn á miðjum aldri sem ólust upp við ákveðna menningu, sem var að vera karl í krapinu, harka af sér og halda áfram. Ef þú viðurkenndir að þú værir bara manneskja sem þyrfti stundum að sofa og þyrftir að kyssa barnið þitt góða nótt eitt kvöld í viku (Gripið fram í.) væri það aumingjaskapur. Þetta er hluti af ástæðunni fyrir því að mér finnst Alþingi ekki femínískur vinnustaður á nokkurn hátt.