Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 44. fundur,  8. des. 2022.

umræða um skýrslu fjármálaráðherra um ÍL-sjóð.

[11:19]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Forseti. Það er alveg nauðsynlegt að fá málið um ÍL-sjóð á dagskrá þingsins aftur. Hæstv. fjármálaráðherra segir hérna: Við eigum ekki taka meiri ábyrgð en lög og reglur gera ráð fyrir fyrir ríkissjóð. Það er rosalega kaldhæðnislegt í samanburði við annað mál sem við vorum að glíma við í fjáraukanum varðandi lífeyrisaukasjóð LSR þar sem álit ráðuneytisins var að strangtæknilega séð, lagalega séð, þyrfti ekki að uppfylla þá 10–14 milljarða sem voru þar á bak við en sanngirnisrök horfðu til þess að það væri bætt upp. Að hvaða leyti er þetta öðruvísi með ÍL-sjóð? Ég bara spyr. Þar er valið að segja: Já, strangtæknilega séð og samkvæmt okkar lögfræðiáliti þurfum við ekki að uppfylla þetta. Sanngirnisrök — þau geta bara fokið út um gluggann.