dagskrártillaga.
Virðulegi forseti. Það kemur eflaust engum á óvart að ég greiði atkvæði með þessari tillögu því að ég set öryrkja og aldraða ofar því að fá einhverja harðari reglur á útlendinga. Ég ætla að minna þá á sem hér horfa, og þá sér í lagi aldraðra og öryrkja, hverjir það eru sem kusu ekki með því að setja ykkur í forgang. Það eru þingmenn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknar. Það er fólkið sem þið skuluð senda tölvupóst. Það er fólkið sem þið skuluð hringja í og minna á hver forgangurinn á að vera. (BHar: Þetta er ódýr pólitík.) Þetta er ekki ódýr pólitík. Þetta er það að þið skulið muna hvað skiptir máli og hver forgangurinn á að vera.