153. löggjafarþing — 45. fundur,  9. des. 2022.

Frestun á skriflegum svörum.

[13:46]
Horfa

Forseti (Birgir Ármannsson):

Borist hefur bréf frá félags- og vinnumarkaðsráðherra þar sem óskað er eftir fresti til þess að veita skrifleg svör við fyrirspurnum á þskj. 300, um meðalbiðtíma eftir félagslegri íbúð, frá Evu Sjöfn Helgadóttur, á þskj. 360, um framfærsluviðmið, frá Lilju Rafneyju Magnúsdóttur, á þskj. 484, um skerðingu réttinda almannatrygginga og félagslegrar aðstoðar, frá Guðmundi Inga Kristinssyni og að lokum á þskj. 376, um þjónustu við fatlað fólk á heimili sínu, á þskj. 379, um stöðu fatlaðs fólks við loftslagsbreytingar, og þskj. 385, um aðgengi fatlaðs fólks að réttindum, allar frá Ingu Björk Margrétar Bjarnadóttur.

Einnig hefur borist bréf frá matvælaráðherra þar sem óskað er eftir fresti til þess að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 539, um losun kolefnis og landbúnaðar, frá Högna Elfari Gylfasyni.