153. löggjafarþing — 45. fundur,  9. des. 2022.

svör við fyrirspurnum.

[13:48]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P):

Virðulegi forseti. Ég hreinlega bara mundi eftir því, þegar ég var að fara yfir fyrirspurnir og svör ráðuneyta og beiðnir um að fá að skila seinna, að mig langaði að nefna það við hæstv. forseta að ég hef átt fyrirspurnir, skriflegar beiðnir, til dómsmálaráðherra sem voru fyrst lagðar fram á vorþingi og voru endurteknar um leið og þing kom saman í september. Ég hef ekki fengið nein svör við þeim frá hæstv. ráðherra og ekki heldur neinar beiðnir, alla vega ekki sem ég hef tekið eftir, um frest. Ég vil leita liðsinnis forseta við að fá svör við því hvenær ég geti átt von á því að fá einhver svör við þessum fyrirspurnum sem eru mjög mikilvægar fyrir þau þingmál sem ég er að flytja, eins og hæstv. forseti veit, þingmál sem við bíðum eftir að komist á dagskrá þingsins.