153. löggjafarþing — 45. fundur,  9. des. 2022.

fjárlög 2023.

1. mál
[18:03]
Horfa

Forseti (Birgir Ármannsson):

Vegna þessarar athugasemdar hv. þingmanns vill forseti upplýsa það að fjárlaganefnd afgreiddi fjáraukalög út í hádeginu, eftir því sem mér skilst, þannig að ekki var unnt að taka þau á dagskrá í dag. Það er rétt, sem fram kom í máli hv. þingmanns, að þessi tvö mál þurfa að fara saman varðandi afgreiðslu þannig að unnt sé að fara í þær greiðslur sem þar er kveðið á um og forseti er vel meðvitaður um að mikilvægt er að það gerist sem fyrst.